GróðurhúsaþjónustaFrá því að Árvirkinn var stofnaður hefur fyrirtækið ávallt leitast við að veita garðyrkjubændum úrvals þjónustu. Í gegnum árin hafa starfsmenn þess öðlast víðtæka reynslu á sérhæfðu sviði raflagna og stjórnbúnaðar í gróðurhúsum.

Árið 2009 hóf Árvirkinn náið samstarf með fyrirtækinu Frjó Quatro, sem er umboðs- og þjónustuaðili á sviði garðyrkju, ylræktar og matvælaframleiðslu. Þá hóf Árvirkinn að sinna allri tækniþjónustu tengdri umboði Frjó Quatro á danska vörumerkinu Senmatic - DGT Volmatic, sem er mest notaði stjórnbúnaður í gróðurhúsum á Íslandi í dag.GróðurhúsaþjónustaSumarið 2010 tók Árvirkinn svo alfarið við umboði á vörum Senmatic og sinnir nú allri sölu, innflutningi og þjónustu á þeirra vörum á Íslandi.

Árvirkinn er enn í góðu samstarfi með Frjó Quatro og styðja fyrirtækin hvort annað í því að veita garðyrkjubændum sem besta þjónustu.