Vörur

Samsung Galaxy A8

Samsung Galaxy A8 er með allt sem þú vilt og jafnvel aðeins meira.Galaxy A8 er með tvær myndavélar að framan sem gerir þér kleift að taka enn betri sjálfsmyndir, jafnvel við skert birtuskilyrði.Glæsilegur „infinity“ skjár sem teygir sig vel yfir alla framhliðina, og leyfir þér að njóta kvikmynda, tölvuleikja og annarar afþreyingar til fulls.Galaxy A8 er raka- og rykþolinn að stuðli IP68, sem þýðir að hann getur þolað að vera á 1,5m dýpi í allt að 30 mínútur. A8 er búinn snörpum og öruggum fingrafaraskanna. Styður allt 256gb minniskort og hraðhleðslu.

Samsung Galaxy S9

Myndavélin hefur verið endurhönnuð frá grunni og getur hún stillt ljósnæmi sitt eftir aðstæðum hverju sinni, svipað og augun okkar gera. Hún er með enn stærra ljósop en tíðkast hefur (f/1.5) svo myndirnar eru enn skýrari við skert birtuskilyrði. Hægt er að taka upp super-slow motion myndskeið, með 960 myndir á sekúndu.Frammyndavélin er gædd andlitsskanna svo síminn býður upp á þrjár leiðir við auðkenningu; andlitsskanna, augnskanna eða fingrafaraskanna. Einnig getur þú kryddað samtölin þín með því að búa til emoji í þinni eigin mynd og séð hann hreyfa sig eins og þú.Skjárinn er 5,8“ og með Infinity Display sem þýðir að hann þekur næstum alla framhlið símans. Síminn er að sjálfsögðu vatns- og rykþolinn að stuðli IP68, ásamt því að vera með stækkanlegt minni og getur hann tekið minniskort sem er allt að 256GB.AKG víðóma hátalarar með Dolby Atmos tryggja flottan hljómburð og AKG heyrnartól fylgja með. Auðvelt er að deila efni á milli tækja, til dæmis úr símanum í Samsung snjallsjónvarp eða skjá.

Samsung Galaxy S8

Samsung Galaxy S8 endurskilgreinir kröfur okkar til snjallsíma.Skjárinn er stærri en hann lítur út fyrir að vera þar sem hann þekur nánast alla framhlið símans. Upplausnin er kristaltær og hlutföllin passa fullkomlega til að horfa á sjónvarpsefni og spila tölvuleiki. Kantarnir eru þægilega rúnnaðir svo síminn situr vel í lófa og þægilegt er að nota símann með annarri höndinni. Einfalt er að sinna mörgum verkum í einu þar sem hægt er að skipta skjánum í tvennt og vinna samtímis í tveimur verkefnum.Myndavélin tekur skýrar myndir með fullt af smáatriðum, jafnvel þó birtuskilyrði séu skert. Engu breytir þó veðurskilyrðin séu ekki hin bestu, síminn er vatns- og rykþolinn að stuðli IP68. S8 er búinn bæði augn- og fingrafaraskanna svo hver og einn getur valið hvað hentar best til að gæta dýrmætra gagna, en gaman er að segja frá því að augnskannar eru taldir allt að 200 sinnum öruggari en fingrafaraskannar.Upplifðu möguleikana - með Samsung Galaxy S8 og S8+.


Samsung Galaxy S8+

Samsung Galaxy S8 endurskilgreinir kröfur okkar til snjallsíma.Skjárinn er stærri en hann lítur út fyrir að vera þar sem hann þekur nánast alla framhlið símans. Upplausnin er kristaltær og hlutföllin passa fullkomlega til að horfa á sjónvarpsefni og spila tölvuleiki. Kantarnir eru þægilega rúnnaðir svo síminn situr vel í lófa og þægilegt er að nota símann með annarri höndinni. Einfalt er að sinna mörgum verkum í einu þar sem hægt er að skipta skjánum í tvennt og vinna samtímis í tveimur verkefnum.Myndavélin tekur skýrar myndir með fullt af smáatriðum, jafnvel þó birtuskilyrði séu skert. Engu breytir þó veðurskilyrðin séu ekki hin bestu, síminn er vatns- og rykþolinn að stuðli IP68. S8 er búinn bæði augn- og fingrafaraskanna svo hver og einn getur valið hvað hentar best til að gæta dýrmætra gagna, en gaman er að segja frá því að augnskannar eru taldir allt að 200 sinnum öruggari en fingrafaraskannar.Upplifðu möguleikana - með Samsung Galaxy S8 og S8+. 

Samsung Galaxy S7 32GB

Glæsilegasta flaggskip Samsung Galaxy er komið í höfn. Með vatnsskvettuvörn, enn öflugri hraðhleðslu og byltingakenndri myndavél kynnir Samsung Galaxy S7 okkur fyrir nýrri upplifun á snjallsíma. Myndavélin er gædd svokölluðum „Dual Pixel“ sem gerir það að verkum að hún er einstaklega fljót að ná fókus jafnvel á mikilli hreyfingu eða við lágt birtustig. Hægt er að stækka minni símans með minniskorti, allt að 200 GB.Samsung Galaxy S7 tengist snuðrulaust við aðrar Galaxy vörur, svo sem Gear VR sýndarveruleikagleraugu og snjallúr. Þessi sími svíkur hvorki fagurkera né kröfuharða tækniáhugamenn enda er hann stílhreinn og fágaður þó hann sé drekkhlaðinn tækninýjungum.

Samsung Galaxy S7 Edge 32GB

Glæsilegasta flaggskip Samsung Galaxy er komið í höfn. Með vatnsskvettuvörn, enn öflugri hraðhleðslu og byltingakenndri myndavél kynnir Samsung Galaxy S7 okkur fyrir nýrri upplifun á snjallsíma. Myndavélin er gædd svokölluðum „Dual Pixel“ sem gerir það að verkum að hún er einstaklega fljót að ná fókus jafnvel á mikilli hreyfingu eða við lágt birtustig. Hægt er að stækka minni símans með minniskorti, allt að 200 GB.Samsung Galaxy S7 tengist snuðrulaust við aðrar Galaxy vörur, svo sem Gear VR sýndarveruleikagleraugu og snjallúr. Þessi sími svíkur hvorki fagurkera né kröfuharða tækniáhugamenn enda er hann stílhreinn og fágaður þó hann sé drekkhlaðinn tækninýjungum.


Samsung Galaxy S6 Edge 64GB

Samsung Galaxy S6 Edge er bylting í línu flaggskipa Samsung. Ekki bara vegna betra efnissvals og frábærrar hönnunar heldur líka því síminn er einn sá öflugasti sem heimurinn hefur séð. Með átta kjarna örgjörva og 3GB í vinnsluminni er fátt sem stoppar þetta hörkutól.Megineinkenni S6 Edge er skjárinn, sem er einn sá allra flottasti á farsíma í dag. Hann beygist meðfram brúnum símans sem gerir símann ekki bara ofurflottan, heldur eykur líka notagildi skjásins.

Samsung Galaxy A5 - 2017

Samsung Galaxy A5 2017 er ekki ósvipaður Samsung Galaxy S7 þegar kemur að hönnuninni. Hann er með álumgjörð og gler að framan og aftan sem varið er með Gorilla Glass 4 skjávörn. Líkt og S7 er hann með fingrafaraskanna, hraðhleðslu og er vatns- og rykþolinn IP68. Örgjörvinn er öflugur áttkjarna 1,9 GHz og vinnsluminnið er 3GB sem skilar frábærum árangri.Hann er með 16 MP myndavélar bæði að framan og aftan, báðar með ljósop f/1.9. Síminn er með innbyggt 32 GB minni en einnig er hann með minniskortarauf sem tekur allt að 256 GB.Ummál og þyngd

  • Hæð: 146,1 mm

Samsung Galaxy A3 - 2017

Samsung Galaxy A3 2017 er með látlausa álumgjörð til hliðanna en að framan og aftan er gler sem varið er með Gorilla Glass 4 skjávörn. Hann er vatns- og rykþolinn IP68 og með fingrafaraskanna.Innra minni hans er 16 GB en hann er með minniskortarauf fyrir allt að 256 GB minniskort.Ummál og þyngd

  • Hæð: 135,4 mm

Samsung Galaxy Xcover 4

Samsung Galaxy Xcover 4 er IP68 vatns- og rykvarinn og einkar slitsterkur og þolinn. Hann er örlítið þynnri en forveri sinn, eða 9,7 mm, og hliðarnar eru úr gripgóðu gúmmíi svo síminn renni ekki úr lófa. Skjárinn er 5" og myndavélin hefur verið bætt til muna og er nú 13MP að aftan og 5MP að framan. Rafhlaðan er 2800 mAh og örgjörvinn er fjórkjarna 1.4 GHz.Á hlið símans er XCover hnappur sem hægt er að forrita til að sinna ákveðnum skipunum, svo sem opna myndavélina eða kveikja á vasaljósinu.