Vörur

LG K10 - 2017

LG K10 (2017) er með 5,3" skjá sem er rúnnaður til hliðanna svo þægilegt er að halda á símanum. Myndavélin að framan er 5MP og getur tekið 120° myndir svo allir ættu að komast fyrir í rammanum. Myndavélin að aftan er 13 MP og auðvelt er að deila myndum með Quick Share möguleikanum. 

LG G6

Skjárinn er risastór en síminn er nógu nettur til að falla þægilega í lófa. Skjárinn er 5,7" og fyllir vel út í framhliðina en hann þekur 80% hennar. Hann er í hlutfallinu 18:9 svo hægt er að skipta honum upp í tvo jafna ferninga og vinna í tveimur verkefnum í einu.Myndavélarnar eru tvær að aftan, báðar 13MP og útkoman er kristaltær mynd sem nær allt að 125° horni. Myndavélin að framan tekur líka breiðara myndsvið en gengur og gerist, svo sjálfsmyndirnar verða mun skemmtilegri.LG G6 er IP68 vottaður, sem þýðir að hann getur þolað að vera á 1,5m dýpi í vatni í allt að 30 mínútur. Mikið var lagt upp úr endingu þegar hann var hannaður svo hann er sterkbyggður og áreiðanlegur.

LG X Power

LG X Power er búinn risavaxinni 4.100 mAh rafhlöðu sem endist og endist en litla stund tekur að hlaða hana þökk sé öflugri hraðhleðslu."Quick share" valmöguleikinn kemur upp þegar myndavélin er notuð, en með honum er fljótlegt að deila myndum á samfélagsmiðla. Myndavélin að aftan er 8MP og býr hún yfir skemmtilegum möguleikum, svo sem filter sem hægt er að setja á myndirnar áður en þær eru teknar. Myndavélin að framan nemur þegar hún horfir á andlit og smellir þá af, ekkert þarf að gera annað en að vera kyrr. Ummál og þyngd

  • Hæð: 148,9 mm