Vörur

Nokia 7 Plus

Nokia Pro Cam appið kemur betrumbætt í Nokia 7 Plus símanum, en það er meðal þess besta sem snjallsímamyndavélar geta boðið uppá. Í appinu geturðu handstýrt og breytt stillingum myndavélarinnar eftir þínu höfði, sem skilar sér með betri myndum. Í símanum eru 12 og 13MP Carl Zeiss myndavélar með 2x Optical zoom að aftan og ein 16MP myndavél að framan, þannig að selfie myndirnar líta framúrskarandi út. Umgjörðin er úr áli og skjárinn er með Gorilla Glass 3 þannig að síminn á að þola ýmislegt. Rafhlaðan er öflug, en með hefðbundinni notkun ætti hún að endast í rúmlega 2 daga og rafhlaðan styður líka hraðhleðslu. Með 4GB vinnsluminni og 8kjarna Snapdragon örgjörva er þetta öflugur hreinn Android sími sem er fær í flestallt.

Nokia 8

Deildu báðum hliðum af sögunni!Hægt er að nota báðar myndavélar símans í einu og deila efninu beint í Live útsendingu á Facebook og Youtube. Einstök hjóðgæði eru í upptökunni en tæknin er frá OZO tækni Nokia og styðst við þrjá víðóma hljóðnema símans. Nokia 8 er með þrjár 13MP ZEIZZ linsur (tvær á bakhlið og ein að framan) taka þær efni upp í 4K upplausn. Stýrikerfið er ósnert frá smiðju Android sem þýðir að engin töf er frá því að Google gerir uppfærslur og þar til uppfærslan kemst í símann.

Nokia 6

Almennt

  • Edge Já
  • 3G Já
  • 4G/LTE Já

Nokia 3310

Nokia er snúinn aftur með endurgerð af Nokia 3310. 

Þegar Nokia 3310 kom út árið 2000 þá seldist hann í 126 milljón eintökum. Fljótlega varð hann þekktur fyrir góða endingu.