Vörur

Samsung Galaxy S6 Edge 64GB

Samsung Galaxy S6 Edge er bylting í línu flaggskipa Samsung. Ekki bara vegna betra efnissvals og frábærrar hönnunar heldur líka því síminn er einn sá öflugasti sem heimurinn hefur séð. Með átta kjarna örgjörva og 3GB í vinnsluminni er fátt sem stoppar þetta hörkutól.Megineinkenni S6 Edge er skjárinn, sem er einn sá allra flottasti á farsíma í dag. Hann beygist meðfram brúnum símans sem gerir símann ekki bara ofurflottan, heldur eykur líka notagildi skjásins.

Nokia 3310

Nokia er snúinn aftur með endurgerð af Nokia 3310. 

Þegar Nokia 3310 kom út árið 2000 þá seldist hann í 126 milljón eintökum. Fljótlega varð hann þekktur fyrir góða endingu.


  


LG X Power

LG X Power er búinn risavaxinni 4.100 mAh rafhlöðu sem endist og endist en litla stund tekur að hlaða hana þökk sé öflugri hraðhleðslu."Quick share" valmöguleikinn kemur upp þegar myndavélin er notuð, en með honum er fljótlegt að deila myndum á samfélagsmiðla. Myndavélin að aftan er 8MP og býr hún yfir skemmtilegum möguleikum, svo sem filter sem hægt er að setja á myndirnar áður en þær eru teknar. Myndavélin að framan nemur þegar hún horfir á andlit og smellir þá af, ekkert þarf að gera annað en að vera kyrr. Ummál og þyngd

  • Hæð: 148,9 mm

Samsung Galaxy A5 - 2017

Samsung Galaxy A5 2017 er ekki ósvipaður Samsung Galaxy S7 þegar kemur að hönnuninni. Hann er með álumgjörð og gler að framan og aftan sem varið er með Gorilla Glass 4 skjávörn. Líkt og S7 er hann með fingrafaraskanna, hraðhleðslu og er vatns- og rykþolinn IP68. Örgjörvinn er öflugur áttkjarna 1,9 GHz og vinnsluminnið er 3GB sem skilar frábærum árangri.Hann er með 16 MP myndavélar bæði að framan og aftan, báðar með ljósop f/1.9. Síminn er með innbyggt 32 GB minni en einnig er hann með minniskortarauf sem tekur allt að 256 GB.Ummál og þyngd

  • Hæð: 146,1 mm

Samsung Galaxy A3 - 2017

Samsung Galaxy A3 2017 er með látlausa álumgjörð til hliðanna en að framan og aftan er gler sem varið er með Gorilla Glass 4 skjávörn. Hann er vatns- og rykþolinn IP68 og með fingrafaraskanna.Innra minni hans er 16 GB en hann er með minniskortarauf fyrir allt að 256 GB minniskort.Ummál og þyngd

  • Hæð: 135,4 mm

LG G4

LG G4 kemur með allt að borðinu; stóran skjá með ótrúlegri skerpu, myndavél sem er með þeim bestu sem nokkurn tímann hefur verið fáanleg í snjallsíma og framúrskarandi hönnun sem býður meðal annars upp á leðurklædda bakhlið (5000 kr aukalega). Þennan verður þú að koma og skoða.


Samsung Galaxy Xcover 4

Samsung Galaxy Xcover 4 er IP68 vatns- og rykvarinn og einkar slitsterkur og þolinn. Hann er örlítið þynnri en forveri sinn, eða 9,7 mm, og hliðarnar eru úr gripgóðu gúmmíi svo síminn renni ekki úr lófa. Skjárinn er 5" og myndavélin hefur verið bætt til muna og er nú 13MP að aftan og 5MP að framan. Rafhlaðan er 2800 mAh og örgjörvinn er fjórkjarna 1.4 GHz.Á hlið símans er XCover hnappur sem hægt er að forrita til að sinna ákveðnum skipunum, svo sem opna myndavélina eða kveikja á vasaljósinu.