Vörur

Hitman Absolution

Hér er harðasti leigumorðingi sögunnar mættur aftur og nú þarf hann að tækla sitt erfiðasta verkefni hingað til. Okkar maður hefur verið svikinn af þeim sem hann treysti og er nú hundeltur af lögreglunni, en Agent 47 hefur flækt sig í eitt allsherjar samsæri sem er stútfullt af spillingu og brenglun.Sem fyrr þurfa leikmenn að fara í föt Agent 47 og ganga frá hinum ýmsu skotmörkum, en algjört frelsi er í leiknum og ráða því leikmenn hvaða brögðum þeir beita.Leikurinn inniheldur:• Töluvert af dulargervum og græjum sem auðvelda leikmönnum að hverfa inní mannfjöldann og fela sig frá lögreglunni og hinum ýmsu illmennum.• Notaðu ímyndunaraflið við að búa til vopn og græjur, en hægt er að nota hina ýmsu hluti úr umhverfinu sem vopn. Nú er bara að hugsa útfyrir boxið.

Grand Theft Auto V

Leikurinn gerist í stórborginni Los Santos, þar sem úir og grúir af sjálfshjálparspámönnum, smástirnum og dvínandi stjörnum. Í borginni, sem áður var blómleg, berjast menn nú við að halda sér á floti á tímum efnahagsþrenginga og raunveruleikasjónvarps.Í miðjum hræringunum leggja þrír glæpamenn, þeir Franklin, Michael og Trevor, á ráðin um eigin afkomu. Þegar hópurinn sér fram á að tækifærunum til að auðgast fækkar sífellt hætta þeir öllu fyrir röð hættulegra og fífldjarfra rána sem gætu komið þeim í steininn fyrir lífstíð.Öll helstu aðalsmerki leikjaraðarinnar eru til staðar í GTA V, þar með talin ótrúleg áhersla á smáatriði. Dregin er upp kolsvört og kaldhæðnisleg mynd af samtímamenningunni ásamt því sem alveg ný einkenni líta dagsins ljós.Óhætt er að segja að sjaldan hefur eftirvæntingin eftir einum tölvuleik verið meiri en akkúrat núna. Trailer: http://www.youtube.com/watch?v=QkkoHAzjnUs

Call of Duty Black Ops 3 - 18+

Bardagarnir fara fram á opnum svæðum og innihalda allan hasarinn og stórbrotnu augnablikin sem Call of Duty serían er þekkt fyrir. Playstation 3 útgáfan innheldur Multiplayer og Zombies. Ekki Campaign Game Mode.


Fifa 16

Fifa 16 bætir sig allstaðar á vellinum og skilar það sér í meira jafnvægi, hærra raunveruleikastigi og meiri spennu í þessum mest selda fótboltaleik allra tíma.  Þú munt upplifa meiri sjálfstraust í varnarleiknum, meiri stjórn á miðjunni og flottari tilþrif í sókninni.  Fifa 16 gengur útá að spila flottan bolta.Þessi nýjasta útgáfa Fifa inniheldur fjölmargar nýjungar sem snerta allar hliðar fótboltans, hvort heldur það sé vörnin, miðjan eða sóknin.  Einnig inniheldur leikurinn svokallaðan Fifa Trainer, en þar geta nýliðar eða lengra komnir lært hvernig á að spila leikinn og bæta þar með árangur.  Einnig inniheldur leikurinn núna í fyrsta sinn kvennalið í knattspyrnu, en í leiknum eru 12 bestu kvennalandslið heimsins. Leikurinn inniheldur:Kvennalandslið í fyrsta skipti í sögu seríunnar.

WRC 4

Konungar rallíleikjanna er mættur, flottari en nokkru sinni fyrr. WRC 4 er búin að halda titlinum sem fremsti rallí kappaksturseikur allra tíma og nú er komin tími til að sanna af hverju. Öll bestu liðin, allir bestu bílstjórarnir og flottustu brautirnar bíða átekta.Trailer: http://www.youtube.com/watch?v=hnVPW_cLCdo

Battlefield 1 - 18+

Í þessum nýjasta Battlefield leik er sögusviðið fyrri heimsstyrjöldin og þurfa leikmenn að taka þátt í hrikalegum bardögum. Allt frá því að berjast í borgarumhverfi í franskri borg sem hefur verið hernumin yfir í vel varið fjallavirki í ítölsku ölpunum eða brjálöðum bardögum í eyðimörkum Arabíu. Settu þig í stríðsástandið í mögnuðum söguþráð leiksins eða taktu þátt í stórbrotunum „multiplayer“ bardögum í á netinu þar sem allt að 64 geta spilað saman. Þú getur barist sem landgönguliði, leitt hersveit á hestum eða stýrt alls kyns farartækjum á landi, í lofti eða á sjó.
Leikurinn inniheldur- Risastórir bardagar þar sem allt að 64 leikmenn geta tekið þátt gegnum netið.- Fjölmörg farartæki sem leikmenn geta stýrt og þar á meðal risavaxin loftskip, lestar og margt fleira.


Titanfall 2 - 16+

Í Titanfall 2 sameinast maður og vél sem aldrei fyrr, en að þessu sinni inniheldur leikurinn hasarfullan söguþráð sem gefur leikmönnum meiri dýpt í leikinn og meiri skilning á söguheimi Titanfall. Ofan á það leggst fullkomin netspilun þar sem fjöldi leikmanna geta barist saman og nýtt sér hæfileika vélmennanna til að ná sigri.Leikurinn inniheldur·       Einstök upplifun hvort heldur að þú stýrir venjulegum hermanni eða risavöxnum vélmennum.·       Einstakur söguþráður þar sem leikmenn fara í fótspor hermanns sem langar að komast á þann stall að geta stýrt risavöxnum vélmennum.·       Sex ný vélmenni líta dagsins ljós í netspilun leiksins sem hefur aldrei verið fjölbreyttari.

Fifa 17 - 3+

Í ár mun Fifa 17 algjörlega breyta því hvernig leikmenn hugsa og hreyfa sig inni á vellinum, hvernig þeir takast á við andstæðingana og útfæra sóknirnar. Leikurinn er keyrður áfram af Frostbite grafíkvélinni sem hefur hingað til verið notuð í leikjum á borð við Battlefield og Star Wars Battlefront, en með þessari öflugu grafíkvél munu leikmenn hreyfa sig á raunverulegri máta og bregðast betur við aðstæðum á vellinum. Ein stærsta breytingin í ár er svokallaður Journey möguleiki þar sem leikmenn geta farið í hlutverk Alex Hunter sem er ungur knattspyrnumaður. Spilarar fylgja honum eftir í gegnum ferilinn og takast á við alla þá sigra og töp sem einkenna feril knattspyrnumanna.Leikurinn inniheldur- Glæný grafíkvél sem sýnir flottari grafík, raunverulegri hreyfingar og meiri tilfinningar hjá leikmönnum.- The Journey – nýr spilunarmöguleiki þar sem leikmenn fara í hlutverk Alex Hunter sem þarf að berjast í gegnum sinn feril sem ungur knattspyrnumaður.


Veiðivötn á Landmannaafrétti

Ritið "Veiðivötn á Landmannaafrétti" er komið út og hefst sala í dag (25. apríl). Höfundur er Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún sem meðal annars var um árabil veiðivörður í Veiðivötnum. Bókin er 910 blaðsíður í tveimur bindum, glæsilegt rit í alla stað. Fjallað er um Veiðivötn / Fiskivötn í fortíð og nútíð og veitt svör við nánast öllu sem viðkemur svæðinu. Ómissandi lesning fyrir alla sem unna Veiðivötnum.
 Vegna umboðssölu þá er eingöngu hægt að staðgreiða með reiðufé.

Driveclub - 3+

Driveclub er gerður sérstaklega fyrir PlayStation 4, en leikurinn er ólíkur öllum öðrum bílaleikjum.  Hér snýst allt um að vinna saman sem lið, en leikmenn mynda með sér hóp af ökumönnum sem mynda lið og fá allir að njóta þess sem liðsfélagarnir vinna sér inn.  Þannig að þegar einhver liðsfélaginn vinnur inn nýjan bíl eða braut, þá fá allir að njóta þess.  En þeir sem vilja spila einir og sér geta gert það líka, en til að njóta Driveclub í botn þarf að setja saman vinningsliðið. Leikurinn inniheldur· Lið sem allt að fimm leikmenn mynda saman og fer allt sem liðsfélagarnir vinna sér inn í sameiginlegan pott sem allir græða á· Endalaust af keppnum og áskorunum, en Driveclub er þannig upp byggður að stöðugt er verið að skora á menn og fá þá til að gera betur


PES 2016

Í ár er 20 ára afmæli Pro Evolution Soccer seríunnar eða PES leikjanna eins og margir þekkja þá sem.  Að þessu sinni sækir leikurinn í ræturnar sem gerðu seríuna vinsæla og búa til einhvern besta íþróttaleik ársins.  Leikurinn nýtir Fox grafíkvélina sem tryggir ótrúlega grafík og flottar hreyfingar sem skila sér í skemmtilegri spilun.  En leikurinn var valinn íþróttaleikur ársins á Gamescom sýningunni í Þýskalandi. Leikurinn inniheldur:Endurbætt Master League, en þar setja leikmenn upp sitt eigið lið.Leyfi Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar.

Fifa 16 - 3+

Fifa 16 bætir sig allstaðar á vellinum og skilar það sér í meira jafnvægi, hærra raunveruleikastigi og meiri spennu í þessum mest selda fótboltaleik allra tíma.  Þú munt upplifa meiri sjálfstraust í varnarleiknum, meiri stjórn á miðjunni og flottari tilþrif í sókninni.  Fifa 16 gengur útá að spila flottan bolta.Þessi nýjasta útgáfa Fifa inniheldur fjölmargar nýjungar sem snerta allar hliðar fótboltans, hvort heldur það sé vörnin, miðjan eða sóknin.  Einnig inniheldur leikurinn svokallaðan Fifa Trainer, en þar geta nýliðar eða lengra komnir lært hvernig á að spila leikinn og bæta þar með árangur.  Einnig inniheldur leikurinn núna í fyrsta sinn kvennalið í knattspyrnu, en í leiknum eru 12 bestu kvennalandslið heimsins. Leikurinn inniheldur:Kvennalandslið í fyrsta skipti í sögu seríunnar.


NBA 2K16 - 3+

Nýjasta útgáfan af NBA leikjunum frá 2K er mætt aftur, raunverulegri sem aldrei fyrr. Nú getur þú búið til þinn eigin leikmann og vaðið með hann í gegnum alla NBA upplifunina frá upphafi til enda, einnig getur þú tekið við og stýrt heilu NBA liði eða farið á netið og keppt við þá allra bestu. MyPLAYER hluta leiksins er leikstýrt af Spike Lee.

Tearaway - 7+

Frá framleiðendum LittleBigPlanet leikjanna kemur frumlegur og flottur ævintýraleikur, Tearaway Unfolded. Hér ferðast leikmenn í gegnum heim sem er búinn til úr pappír og byggist spilunin á að leysa þrautir og nýta vind og aðra krafta til að móta pappírinn og sveigja hann til. Á ferð sinni í gegnum leikinn hitta leikmenn allskyns furðuverur og er það í höndum hvers og eins að nota styrkleika þeirra til að hjálpa sér áfram.