Vörur

Hitman Absolution

Hér er harðasti leigumorðingi sögunnar mættur aftur og nú þarf hann að tækla sitt erfiðasta verkefni hingað til. Okkar maður hefur verið svikinn af þeim sem hann treysti og er nú hundeltur af lögreglunni, en Agent 47 hefur flækt sig í eitt allsherjar samsæri sem er stútfullt af spillingu og brenglun.Sem fyrr þurfa leikmenn að fara í föt Agent 47 og ganga frá hinum ýmsu skotmörkum, en algjört frelsi er í leiknum og ráða því leikmenn hvaða brögðum þeir beita.Leikurinn inniheldur:• Töluvert af dulargervum og græjum sem auðvelda leikmönnum að hverfa inní mannfjöldann og fela sig frá lögreglunni og hinum ýmsu illmennum.• Notaðu ímyndunaraflið við að búa til vopn og græjur, en hægt er að nota hina ýmsu hluti úr umhverfinu sem vopn. Nú er bara að hugsa útfyrir boxið.

Grand Theft Auto V

Leikurinn gerist í stórborginni Los Santos, þar sem úir og grúir af sjálfshjálparspámönnum, smástirnum og dvínandi stjörnum. Í borginni, sem áður var blómleg, berjast menn nú við að halda sér á floti á tímum efnahagsþrenginga og raunveruleikasjónvarps.Í miðjum hræringunum leggja þrír glæpamenn, þeir Franklin, Michael og Trevor, á ráðin um eigin afkomu. Þegar hópurinn sér fram á að tækifærunum til að auðgast fækkar sífellt hætta þeir öllu fyrir röð hættulegra og fífldjarfra rána sem gætu komið þeim í steininn fyrir lífstíð.Öll helstu aðalsmerki leikjaraðarinnar eru til staðar í GTA V, þar með talin ótrúleg áhersla á smáatriði. Dregin er upp kolsvört og kaldhæðnisleg mynd af samtímamenningunni ásamt því sem alveg ný einkenni líta dagsins ljós.Óhætt er að segja að sjaldan hefur eftirvæntingin eftir einum tölvuleik verið meiri en akkúrat núna. Trailer: http://www.youtube.com/watch?v=QkkoHAzjnUs

Call of Duty Black Ops 3 - 18+

Bardagarnir fara fram á opnum svæðum og innihalda allan hasarinn og stórbrotnu augnablikin sem Call of Duty serían er þekkt fyrir. Playstation 3 útgáfan innheldur Multiplayer og Zombies. Ekki Campaign Game Mode.


Fifa 16

Fifa 16 bætir sig allstaðar á vellinum og skilar það sér í meira jafnvægi, hærra raunveruleikastigi og meiri spennu í þessum mest selda fótboltaleik allra tíma.  Þú munt upplifa meiri sjálfstraust í varnarleiknum, meiri stjórn á miðjunni og flottari tilþrif í sókninni.  Fifa 16 gengur útá að spila flottan bolta.Þessi nýjasta útgáfa Fifa inniheldur fjölmargar nýjungar sem snerta allar hliðar fótboltans, hvort heldur það sé vörnin, miðjan eða sóknin.  Einnig inniheldur leikurinn svokallaðan Fifa Trainer, en þar geta nýliðar eða lengra komnir lært hvernig á að spila leikinn og bæta þar með árangur.  Einnig inniheldur leikurinn núna í fyrsta sinn kvennalið í knattspyrnu, en í leiknum eru 12 bestu kvennalandslið heimsins. Leikurinn inniheldur:Kvennalandslið í fyrsta skipti í sögu seríunnar.

WRC 4

Konungar rallíleikjanna er mættur, flottari en nokkru sinni fyrr. WRC 4 er búin að halda titlinum sem fremsti rallí kappaksturseikur allra tíma og nú er komin tími til að sanna af hverju. Öll bestu liðin, allir bestu bílstjórarnir og flottustu brautirnar bíða átekta.Trailer: http://www.youtube.com/watch?v=hnVPW_cLCdo