Vörur

Hitman Absolution

Hér er harðasti leigumorðingi sögunnar mættur aftur og nú þarf hann að tækla sitt erfiðasta verkefni hingað til. Okkar maður hefur verið svikinn af þeim sem hann treysti og er nú hundeltur af lögreglunni, en Agent 47 hefur flækt sig í eitt allsherjar samsæri sem er stútfullt af spillingu og brenglun.Sem fyrr þurfa leikmenn að fara í föt Agent 47 og ganga frá hinum ýmsu skotmörkum, en algjört frelsi er í leiknum og ráða því leikmenn hvaða brögðum þeir beita.Leikurinn inniheldur:• Töluvert af dulargervum og græjum sem auðvelda leikmönnum að hverfa inní mannfjöldann og fela sig frá lögreglunni og hinum ýmsu illmennum.• Notaðu ímyndunaraflið við að búa til vopn og græjur, en hægt er að nota hina ýmsu hluti úr umhverfinu sem vopn. Nú er bara að hugsa útfyrir boxið.

Call of Duty Black Ops 3 - 18+

Bardagarnir fara fram á opnum svæðum og innihalda allan hasarinn og stórbrotnu augnablikin sem Call of Duty serían er þekkt fyrir. Playstation 3 útgáfan innheldur Multiplayer og Zombies. Ekki Campaign Game Mode.