Vörur

Battlefield 1 - 18+

Í þessum nýjasta Battlefield leik er sögusviðið fyrri heimsstyrjöldin og þurfa leikmenn að taka þátt í hrikalegum bardögum. Allt frá því að berjast í borgarumhverfi í franskri borg sem hefur verið hernumin yfir í vel varið fjallavirki í ítölsku ölpunum eða brjálöðum bardögum í eyðimörkum Arabíu. Settu þig í stríðsástandið í mögnuðum söguþráð leiksins eða taktu þátt í stórbrotunum „multiplayer“ bardögum í á netinu þar sem allt að 64 geta spilað saman. Þú getur barist sem landgönguliði, leitt hersveit á hestum eða stýrt alls kyns farartækjum á landi, í lofti eða á sjó.
Leikurinn inniheldur- Risastórir bardagar þar sem allt að 64 leikmenn geta tekið þátt gegnum netið.- Fjölmörg farartæki sem leikmenn geta stýrt og þar á meðal risavaxin loftskip, lestar og margt fleira.

Titanfall 2 - 16+

Í Titanfall 2 sameinast maður og vél sem aldrei fyrr, en að þessu sinni inniheldur leikurinn hasarfullan söguþráð sem gefur leikmönnum meiri dýpt í leikinn og meiri skilning á söguheimi Titanfall. Ofan á það leggst fullkomin netspilun þar sem fjöldi leikmanna geta barist saman og nýtt sér hæfileika vélmennanna til að ná sigri.Leikurinn inniheldur·       Einstök upplifun hvort heldur að þú stýrir venjulegum hermanni eða risavöxnum vélmennum.·       Einstakur söguþráður þar sem leikmenn fara í fótspor hermanns sem langar að komast á þann stall að geta stýrt risavöxnum vélmennum.·       Sex ný vélmenni líta dagsins ljós í netspilun leiksins sem hefur aldrei verið fjölbreyttari.


Fifa 17 - 3+

Í ár mun Fifa 17 algjörlega breyta því hvernig leikmenn hugsa og hreyfa sig inni á vellinum, hvernig þeir takast á við andstæðingana og útfæra sóknirnar. Leikurinn er keyrður áfram af Frostbite grafíkvélinni sem hefur hingað til verið notuð í leikjum á borð við Battlefield og Star Wars Battlefront, en með þessari öflugu grafíkvél munu leikmenn hreyfa sig á raunverulegri máta og bregðast betur við aðstæðum á vellinum. Ein stærsta breytingin í ár er svokallaður Journey möguleiki þar sem leikmenn geta farið í hlutverk Alex Hunter sem er ungur knattspyrnumaður. Spilarar fylgja honum eftir í gegnum ferilinn og takast á við alla þá sigra og töp sem einkenna feril knattspyrnumanna.Leikurinn inniheldur- Glæný grafíkvél sem sýnir flottari grafík, raunverulegri hreyfingar og meiri tilfinningar hjá leikmönnum.- The Journey – nýr spilunarmöguleiki þar sem leikmenn fara í hlutverk Alex Hunter sem þarf að berjast í gegnum sinn feril sem ungur knattspyrnumaður.

Driveclub - 3+

Driveclub er gerður sérstaklega fyrir PlayStation 4, en leikurinn er ólíkur öllum öðrum bílaleikjum.  Hér snýst allt um að vinna saman sem lið, en leikmenn mynda með sér hóp af ökumönnum sem mynda lið og fá allir að njóta þess sem liðsfélagarnir vinna sér inn.  Þannig að þegar einhver liðsfélaginn vinnur inn nýjan bíl eða braut, þá fá allir að njóta þess.  En þeir sem vilja spila einir og sér geta gert það líka, en til að njóta Driveclub í botn þarf að setja saman vinningsliðið. Leikurinn inniheldur· Lið sem allt að fimm leikmenn mynda saman og fer allt sem liðsfélagarnir vinna sér inn í sameiginlegan pott sem allir græða á· Endalaust af keppnum og áskorunum, en Driveclub er þannig upp byggður að stöðugt er verið að skora á menn og fá þá til að gera betur


PES 2016

Í ár er 20 ára afmæli Pro Evolution Soccer seríunnar eða PES leikjanna eins og margir þekkja þá sem.  Að þessu sinni sækir leikurinn í ræturnar sem gerðu seríuna vinsæla og búa til einhvern besta íþróttaleik ársins.  Leikurinn nýtir Fox grafíkvélina sem tryggir ótrúlega grafík og flottar hreyfingar sem skila sér í skemmtilegri spilun.  En leikurinn var valinn íþróttaleikur ársins á Gamescom sýningunni í Þýskalandi. Leikurinn inniheldur:Endurbætt Master League, en þar setja leikmenn upp sitt eigið lið.Leyfi Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar.

Fifa 16 - 3+

Fifa 16 bætir sig allstaðar á vellinum og skilar það sér í meira jafnvægi, hærra raunveruleikastigi og meiri spennu í þessum mest selda fótboltaleik allra tíma.  Þú munt upplifa meiri sjálfstraust í varnarleiknum, meiri stjórn á miðjunni og flottari tilþrif í sókninni.  Fifa 16 gengur útá að spila flottan bolta.Þessi nýjasta útgáfa Fifa inniheldur fjölmargar nýjungar sem snerta allar hliðar fótboltans, hvort heldur það sé vörnin, miðjan eða sóknin.  Einnig inniheldur leikurinn svokallaðan Fifa Trainer, en þar geta nýliðar eða lengra komnir lært hvernig á að spila leikinn og bæta þar með árangur.  Einnig inniheldur leikurinn núna í fyrsta sinn kvennalið í knattspyrnu, en í leiknum eru 12 bestu kvennalandslið heimsins. Leikurinn inniheldur:Kvennalandslið í fyrsta skipti í sögu seríunnar.


NBA 2K16 - 3+

Nýjasta útgáfan af NBA leikjunum frá 2K er mætt aftur, raunverulegri sem aldrei fyrr. Nú getur þú búið til þinn eigin leikmann og vaðið með hann í gegnum alla NBA upplifunina frá upphafi til enda, einnig getur þú tekið við og stýrt heilu NBA liði eða farið á netið og keppt við þá allra bestu. MyPLAYER hluta leiksins er leikstýrt af Spike Lee.

Tearaway - 7+

Frá framleiðendum LittleBigPlanet leikjanna kemur frumlegur og flottur ævintýraleikur, Tearaway Unfolded. Hér ferðast leikmenn í gegnum heim sem er búinn til úr pappír og byggist spilunin á að leysa þrautir og nýta vind og aðra krafta til að móta pappírinn og sveigja hann til. Á ferð sinni í gegnum leikinn hitta leikmenn allskyns furðuverur og er það í höndum hvers og eins að nota styrkleika þeirra til að hjálpa sér áfram.


Plants vs Zombies; Garden Warfare - 7+

Öðruvísi og skemmtilegur skotleikur sem gerist í hinum vinsæla heimi Plants vs. Zombies.  Hér detta leikmenn í annað að tveimur liðum, en það eru hinar litríku plöntur eða lið hinna gráfölu uppvakninga.  Leikurinn inniheldur fjölmarga spilunarmöguleika og ættu allir að finna eitthvað hér við sitt hæfi.

Little Big Planet 3

Little big planet 3 er kominn.Stærri, betri og skemmtilegri en nokkru sinni áður!Eins og í fyrri leikjum þá leikur þú "brúðu" sem þarf að fara í gegnum borðin og leysa allskonar þrautir. Á leið þinni safnar þú hlutum sem þú getur notað til að breyta brúðunni eins og þú villt.

Minecraft - 7+

Þá er einn vinsælasti tölvuleikurinn í dag  að mæta á PlayStation 4.  Minecraft hefur heldur betur slegið í gegn síðustu ár, en hér geta leikmenn búið til sína eigin veröld og unnið hana með öðrum í gegnum netið.  Í þessari útgáfu af leiknum geta leikmenn spilað allt að fjórir saman á einum skjá sem gerir stemminguna ennþá meiri.  Einnig geta eigendur PlayStation 4 tölvunnar notað Dual Shock 4 pinnann á fjölbreyttan hátt til að auðvelda spilun. Leikurinn inniheldur:Allt sem búast má við Minecraft leik, sett saman til að koma sem best út á PlayStation 4.Fjórir geta spilað saman á einum skjá.


No Man's Sky - 7+

Leikurinn No Man‘s Sky er gerður af Hello Games og sækir innblástur sinn bæði í klassískan vísindaskáldskap og í hinn stóra, fjölbreytta og leyndardómsfulla heim sem við búum í. Í No Man‘s Sky geta leikmenn flakkað um og rannsakað heim sem er óendanlegur að stærð og inniheldur gríðarlegan fjölda af plánetum sem margar hverjar eiga sér fjölbreytt dýra- og plöntulíf. Maður fær að kynnast alls kyns verum á ferðalagi sínu en í miðju alheimsins liggur svo leyndarmálið sem dregur leikmenn að sér og hvetur þá til að halda ferðalaginu áfram. Hvert ferðalag er fullt af hættum, nýjum kvikindum og stórhættulegum geimræningjum.Til að lifa af þurfa leikmenn að uppfæra skipið sitt, geimbúning og vopn. Það er algjörlega undir leikmanninum komið að ákveða hvernig hann spilar. Viltu vaða um og skoða alheiminn? Viltu berjast við allt og alla? Eða viltu kanna hráefni plánetanna og stunda viðskipti? Valið er þitt í þessum stærsta leik ársins.- Skoðaðu alheiminn: Leikurinn inniheldur meira en 18,446,744,073,709,551,616 plánetur og því nóg að skoða í þessum risastóra leik. Ef ein pláneta yrði uppgötvuð á hverri sekúndu myndi taka 585 milljarða ára að finna þær allar.
- Þú ræður ferðinni: Markmiðið er að komast að miðju alheimsins. Leikmaðurinn ræður hvernig og á hvaða hátt.
- Deildu upplifunum: Allir byrja leikinn á ytri mörkum alheimsins og þurfa að vinna sig inn að miðju. Á leiðinni finna leikmenn plánetur sem þeir geta nefnt og deilt efni þeirra með öðrum.


Diablo 3: Ultimate Evil Edition - 16+

Nú geta eigendur PlayStation 4 og Xbox One notið þess að spila alvöru Diablo 3 upplifun, en Diablo 3: Ultimate Evil Edition inniheldur leikinn sjálfan í sínu flottasta formi og einnig aukapakkann Reaper of Souls.  Nú er bara að negla sig í sófann og búa til sína eigin persónu og vaða í hinar endalausu dýflisur Diablo heimsins. Leikurinn inniheldur:
Sex mismunandi gerðir persóna: Barbarian, Demon Hunter, Monk, Witch Doctor, Wizard og hinn glænýja Crusader.Möguleiki á að flytja persónurnar sem þú notaðir í PS3 og Xbox 360 útgáfum leiksins yfir í þessa nýju útgáfu.

Destiny - 16+

Destiny leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Halo leikina og gefinn út af Activision sem gefur út Call of Duty leikina, en Destiny er næsta skref í þróun tölvuleikja, en hér er á ferðinni stórbrotinn heimur sem er allt öðruvísi en áður hefur sést.  Hér fara leikmenn í hlutverk varðar sem þarf að standa vörð um síðustu borgina á jörðinni.  Leikmenn þurfa svo að ferðast um allt sólkerfið og lenda þar í allskyns aðstæðum.  Á sama tíma þurfa leikmenn að þróa persónu sína í gegnum leikinn. Leikurinn inniheldur:Í Destiny býrðu til þína eigin persónu og þarft með vinum þínum að tækla allskyns verkefni um allt sólkerfið.Heim sem er alltaf tengdur og inniheldur helling af leikmönnum sem staðsettir eru um allan heim.


Uncharted - The Nathan Drake Collection - 16+

Uncharted: The Nathan Drake Collection mun koma út þann 7.Október í Evrópu og 9. Okt í Bretlandi. Sony staðfesti þetta og tilvist safnsins og að það muni innihalda aðgang að fjölspilunar betu fyrir Uncharted 4: A Thief’s End.
Pakkinn mun innihalda sögu kafla Uncharted: Drake’s Fortune, Uncharted 2: Among Thieves, og Uncharted 3: Drake’s Deception í 1080p upplausn og á 60fps rammahraða. Það verður síðan betri lýsing, áferðir á umhverfinu og betri módel á persónum leiksins.
Bluepoint Games sem eru þekktir fyrir að sjá um hin ýmsu HD sögfn sem hafa komið út eins og;  God of War, Ico & Shadow of the Colossus og Metal Gear Solid HD Collections, ásamt að sjá um PS4 og Vita útgáfuna af Flower.
Bluepoint er einnig að slípa leikina þrjá út frá ábendingum aðdáenda seríunnar. Við ættum vonandi að sjá og heyra meira af því á E3 sem hefst fljótlega.Upphaflega birtist þessi grein á http://www.psx.is/2015/06/04/uncharted-the-nathan-drake-collection-kemur-i-okt-fyrir-ps4/ 

God of War 3: Remastered 18+

God of War 3 mættur í endurbættri útgáfu fyrir PS4.   

Grand Theft Auto V - 18+

Hér er einn af betri leikjum allra tíma tekinn á næsta stig, en PlayStation 4 og Xbox One útgáfur leiksins keyra upp grafíkina, auka fjölda bíla og gangandi vegfarandi á götum úti, setja meiri smáatriði í grafíkina og henda upplausn leiksins uppúr öllu valdi.  Leikmenn fara í hlutverk þriggja glæpamanna sem þurfa að draga fram lífið í borginni Los Santos.  Leikurinn er algjörlega opinn í spilun og ráða menn hvernig þeir nálgast verkefnin.Þessi uppfærsla á líka við um GTA Online hluta leiksins sem verður skínandi fínn í þessari nýju útgáfu.Leikurinn inniheldur:· Fleiri bílar og gangandi vegfarendur á skjánum í einu.· Uppfærsla á GTA Online hluta leiksins


Call of Duty Black Ops 3 - 18+

PS4/Xbox One: Söguþráðurinn í Black Ops III er hannaður fyrir fjögurra manna „co-op“ netspilun og er áhersla lögð á að leikmenn geti spilað í gegnum hann aftur og aftur.  Bardagarnir fara fram á opnum svæðum og innihalda allan hasarinn og stórbrotnu augnablikin sem Call of Duty serían er þekkt fyrir.

Dragon Age; Inquisition - 18+

Hér geta leikmenn vaðið um risastóran ævintýraheim sem er á barmi gjöreyðingar, en Dragon Age: Inquisition er stórbrotinn hasar- og hlutverkaleikur þar sem þú ræður ferðinni.  Leikurinn er gerður af Bioware sem áður meðal annars gert Mass Effect seríuna, en þeir eru snillingar í að búa til spennandi heim og söguþráð sem fá leikmenn til að naga stólbakið. Leikurinn inniheldur
· Stórbrotinn heim sem skiptist upp í mörg svæði.  Heimurinn lifnar við með Frostbyte 3 grafíkvélinni.· Leikmenn búa til sínar eigin persónur og þurfa að leiða herlið til orrustu í þessum magnaða leik. Lifandi heim sem leikmenn stýra og skapa með þeim ákvörðunum sem eru teknar

The Witcher 3: Wild Hunt - 18+

Hjarta Witcher 3 leiksins er stórbrotinn söguþráður þar sem ákvarðanir leikmanna skipta máli. Leikurinn skartar stórum og opnum heimi þar sem allt er mögulegt. Þessi lokakafli í ævintýrum Geralt of Rivia byggir á atburðum fyrri leikja, en er þó sjálfstæt framhald uppfullt af óvæntum uppákomum.Leikurinn inniheldur:
Söguþráð sem mótast eftir ákvörðunum leikmanna.  Allt sem gert er í þessum stórbrotna heimi hefur áhrif.Leikmenn geta spilað leikinn í þeirri röð sem þeir kjósa, hvort heldur það séu minni verkefni eða önnur sem tengjast söguþræði leiksins.Witcher 3 er sjálfstætt framhald hinna leikjanna og því auðvelt fyrir nýja leikmenn að detta inní þennan magnaða heim.


Just Cause 3

Hasarinn og ruglið verður vart meira en í Just Cause 3, en í þessum svakalega hasarleik er hreinlega hægt að sprengja allt í loft upp. Leikmenn fara sem fyrr í hlutverk Rico Rodriguez, en að þessu sinni hefur hann yfirgefið „The Agency“ og snúið aftur til heimalandsins Medici sem er uppskálduð eyja í Miðjarðarhafinu. Þar hittir Rico fyrir einræðisherrann General Di Ravello og er markmiðið að fella hann.
Just Cause 3 inniheldur algjörlega opna og frjálsa spilun, en leikmenn geta vaðið um allt landssvæði leiksins sem telur meira en 1000 km2
Til að ferðast á milli staða geta leikmenn vaðið í allskyns farartæki en þar á meðal eru þyrlur, þotur, skriðdrekar, mótorhjól, bílar, svifdrekar og margt fleira.