Driveclub - 3+ (Driveclub)
 

Driveclub - 3+

Driveclub

Driveclub er gerður sérstaklega fyrir PlayStation 4, en leikurinn er ólíkur öllum öðrum bílaleikjum.  Hér snýst allt um að vinna saman sem lið, en leikmenn mynda með sér hóp af ökumönnum sem mynda lið og fá allir að njóta þess sem liðsfélagarnir vinna sér inn.  Þannig að þegar einhver liðsfélaginn vinnur inn nýjan bíl eða braut, þá fá allir að njóta þess.  En þeir sem vilja spila einir og sér geta gert það líka, en til að njóta Driveclub í botn þarf að setja saman vinningsliðið.

 

Leikurinn inniheldur

· Lið sem allt að fimm leikmenn mynda saman og fer allt sem liðsfélagarnir vinna sér inn í sameiginlegan pott sem allir græða á

· Endalaust af keppnum og áskorunum, en Driveclub er þannig upp byggður að stöðugt er verið að skora á menn og fá þá til að gera betur

· Brautir sem staðsettar eru víðsvegar um heiminn

· Með leiknum kemur smáforrit (app) þar sem leikmenn geta fylgst með því sem er að gerast í heimi leiksins.

Verð: 6.590,- kr