Destiny - 16+ (Destiny)
 

Destiny - 16+

Destiny

Destiny leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Halo leikina og gefinn út af Activision sem gefur út Call of Duty leikina, en Destiny er næsta skref í þróun tölvuleikja, en hér er á ferðinni stórbrotinn heimur sem er allt öðruvísi en áður hefur sést.  Hér fara leikmenn í hlutverk varðar sem þarf að standa vörð um síðustu borgina á jörðinni.  Leikmenn þurfa svo að ferðast um allt sólkerfið og lenda þar í allskyns aðstæðum.  Á sama tíma þurfa leikmenn að þróa persónu sína í gegnum leikinn.

 

Leikurinn inniheldur:

Í Destiny býrðu til þína eigin persónu og þarft með vinum þínum að tækla allskyns verkefni um allt sólkerfið.

Heim sem er alltaf tengdur og inniheldur helling af leikmönnum sem staðsettir eru um allan heim.

Leikmenn geta valið um þrjár mismunandi gerðir persóna: Titan, Hunter, Warlock

Möguleika á að uppfæra útlit, vopn og græjur leiksins á þann hátt sem hver og einn kýs.

Verð: 11.990,- kr