Fifa 16 - 3+ (Fifa16)
 

Fifa 16 - 3+

Fifa16

Fifa 16 bætir sig allstaðar á vellinum og skilar það sér í meira jafnvægi, hærra raunveruleikastigi og meiri spennu í þessum mest selda fótboltaleik allra tíma.  Þú munt upplifa meiri sjálfstraust í varnarleiknum, meiri stjórn á miðjunni og flottari tilþrif í sókninni.  Fifa 16 gengur útá að spila flottan bolta.

Þessi nýjasta útgáfa Fifa inniheldur fjölmargar nýjungar sem snerta allar hliðar fótboltans, hvort heldur það sé vörnin, miðjan eða sóknin.  Einnig inniheldur leikurinn svokallaðan Fifa Trainer, en þar geta nýliðar eða lengra komnir lært hvernig á að spila leikinn og bæta þar með árangur.  Einnig inniheldur leikurinn núna í fyrsta sinn kvennalið í knattspyrnu, en í leiknum eru 12 bestu kvennalandslið heimsins.

 

Leikurinn inniheldur:

Kvennalandslið í fyrsta skipti í sögu seríunnar.

Raunverulegri varnarvinnu sem skilar sér í fleiri möguleikum í tæklingum og spila liðin sem meiri heild þegar kemur að vörninni.

Meiri stjórn á miðjuni, leikmenn eiga auðveldara með að komast inní sendingar.  Einnig er hægt að senda á samherja með meiri nákvæmni.

Sóknin inniheldur nú fleiri flotta takta, fjölbreyttari mörk og fyrirgjafirnar hafa verið teknar í gegn.

 

Verð: 4.990,- kr