Fifa 17 - 3+ (Fifa 17)
 

Fifa 17 - 3+

Fifa 17

Í ár mun Fifa 17 algjörlega breyta því hvernig leikmenn hugsa og hreyfa sig inni á vellinum, hvernig þeir takast á við andstæðingana og útfæra sóknirnar. Leikurinn er keyrður áfram af Frostbite grafíkvélinni sem hefur hingað til verið notuð í leikjum á borð við Battlefield og Star Wars Battlefront, en með þessari öflugu grafíkvél munu leikmenn hreyfa sig á raunverulegri máta og bregðast betur við aðstæðum á vellinum. Ein stærsta breytingin í ár er svokallaður Journey möguleiki þar sem leikmenn geta farið í hlutverk Alex Hunter sem er ungur knattspyrnumaður. Spilarar fylgja honum eftir í gegnum ferilinn og takast á við alla þá sigra og töp sem einkenna feril knattspyrnumanna.

Leikurinn inniheldur

- Glæný grafíkvél sem sýnir flottari grafík, raunverulegri hreyfingar og meiri tilfinningar hjá leikmönnum.

- The Journey – nýr spilunarmöguleiki þar sem leikmenn fara í hlutverk Alex Hunter sem þarf að berjast í gegnum sinn feril sem ungur knattspyrnumaður.


Tegund: Fótboltaleikur
Kemur út á: PC, PS3, PS4, Xbox One, Xbox 360
PEGI aldurstakmark: 3+
Útgáfudagur: 29.09.2016
Framleiðandi: EA Sports
Útgefandi: Sena

 

Verð: 7.990,- kr